+44 (0)1843 869171

Back to top
Hilderstone College - Logo

Hilderstone College: Viðurkenndur enskuskóli.

Hilderstone College sérhæfir sig í faglegri enskukennslu fyrir fullorðna nemendur og kennara frá öllum heimshornum.

Skólinn er viðurkenndur af Bresku alþjóðasamtökunum (e. British Council) og meðlimur í alþjóðasamtökum tungumálaskóla (e. International Association of Language Centres) sem gerir okkur kleift að starfa með fjölmörgum fyrirtækjum, sendiráðum, háskólum og framhaldsskólum um allan heim.

Sérstaða skólans eru frekar fámennir bekkir og mikil reynsla og hæfni þeirra kennara sem kenna við skólann. Þessi sérstaða tryggir að námskeið okkar eru í hæðsta gæðaflokki. Nemendur njóta einnig góðs af fullbúnu námsveri og margmiðlunarbúnaði. Veitingasalur með fjölbreyttu úrvali af alþjóðlegum veitingum, ókeypis Wi-Fi aðgangi, mjög virku félagslífi, helgarferðum og gistingu í heimahúsum á meðan á námi stendur.

Kennslan

Enskukennslan felur í sér 21 kennslustund á viku, að auki er boðið upp á 14 klukkustundir af valfrjálsu sjálfstæðu námi undir handleiðslu kennara. Námið er einstaklingsmiðað ætlað nemendum frá öllum heimshornum sem vilja læra ensku, allt frá grunnskólaskólastigi að mjög sérhæfðri ensku á háskólastigi. Skólinn býður einnig upp á fjölbreytt úrval af opnum námskeiðum fyrir fullorðna.

  • Mikil og krefjandi enskukennsla
  • í boði er enska á sérfræðistigi og IELTS námskeið.
  • Námskeið til undirbúnings FCE og
  • Einstaklingsmiðuð námskeið (1-1)
  • Námskeið á netinu
  • Lágmarksaldur er 16 ár.
  • Hámarks fjöldi nemanda á námskeið er 14
  • Meðal nemandafjöldi á námskeið er 7

Sérstök námskeið

  • Sérhæfð námskeið fyrir kennara
  • Námskeið fyrir hópa – 16 ára og eldri
  • Námskeið fyrir hópa - 11 ára og eldri
Hilderstone College - Main Image

Nemendur í námshópum

Staðsettning Broadstairs, Kent

Hildiston College er í Broadstairs, í 110 km fjarlægð frá London á suð- austur strönd Englands. Með hraðlest frá London tekur u.þ.b. 80 mínútur að ferðast til Broadstairs; og 30 mínútur frá hinni sögufrægu Kantaraborg (e. Cantebury). Stutt er til Dover þar sem Ermasundsgöngin eru (e. Channel Tunnel).

Broadstairs er fagur og vingjarnlegur bær. Í grennd við skólann eru frábærara gönguleiðir meðal annars um falleg íbúðarhverfi og meðfram ströndinni. Í miðbænum og við sjávarbakkann er mikið úrval af verslunum, veitingastöðum, kaffihúsum og krám. Í stuttri fjarlæg frá skólanum er verslunarmiðstöð og þar í nágrenninu má finna kvikmyndahús, sundlaug, útisvæði og íþróttaaðstöðu.

Sérstaða í staðsetningu og umhverfi Broadstairs heillaði mjög enska rithöfundinn Charles Dickens. Hið fræga hús “Bleak House” horfir yfir flóann, einnig er mælt með því að heimsækja Dickens safnið (e. Dickens House museum).

Aðstaða

Hilderstone College hefur framúrskarandi aðstöðu, þar á meðal:

  • Stórt sameiginlegt herbergi
  • Ókeypis Wi-Fi
  • Veitingasalur og kaffiteria
  • Billjardborð
  • Borðtennisborð
  • Salir til fyrirlestra og leiksýninga á svæðinu

Nemendum er frjálst að nota fjölbreytt úrval af námsgögnum og margmiðlunarbúnaði í fullbúnum námsveri í skólanum. Einnig fá allir nemendur aðgang að námsaðgangi Google sem notaður er til að skila verkefnum, geyma skjöl og vera í samskiptum við kennara og aðra nemendur.

Hilderstone College - Main Image

Westwood Cross verslunarmiðstöð / London / Nemendur fá sér drykk á Royal Albion Hotel

Gistiniaðstaða

Boðið er upp á heimagistingu hjá vingjarnlegum og umhyggjusömum gestgjöfum í göngufæri við skólann. Nemendur fá fullbúið herbergi með húsgögnum. Morgun- og kvöldverður er eldaður á virkum dögum og allar máltíðir um helgar.

Félagslegar athafnir

Til viðbótar við kennsluna eru ótal félagslegar athafnir boði síðdegis og á kvöldin. Að auki stendur til boða skoðunarferðir síðdegis á föstudögum og heilann laugardag í hverri viku. Þetta er frábært tækifæri til að hitta og kynnast nemendur frá öllum heimshornum.

Ferðin til Bretlands

Þú ert ábyrgur fyrir þínum eigin ferðatilhögun. Við mælum með að allir nemendur sé með ferða- og sjúkratryggingar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar hilderstonecollege.com.